Álabókin: sagan af dularfyllstum fiski heims - Patrik Svensson
"Áin táknaði uppruna hans, það sem var þekkt og kunnuglegt og það sem hann sneri alltaf aftur til. En állinn sem hreyfði sig þarna niðri í leyndum og birtist okkur stundum, táknaði eitthvað annað. Hann var frekar áminning um hversu lítið maður getur þrátt fyrir allt vitað, um ál eða manneskju, um uppruna og framtíð."
Hversu mikið er hægt að vita um ál? Eða
um manneskju? Upplestrarbók ársins fjallar um hinn
dularfulla ál en einnig um samband höfundar við
föður sinn og hvernig állinn sameinaði
þá feðgana. Lengi hefur verið
ráðgáta fyrir vísindamenn hvar
álinn fæðist, fjölgar sér og deyr.
Evrópski állinn fæðist í
Þanghafinu, rekur með Golfstraumnum í átt
til Evrópu og lifir síðan á
norðurslóðum okkar þangað til hann syndir
aftur heim til síns til að fjölga sér og
deyja. Patrik Svensson segir sögu álsins, sem nú
er í útrýmingarhættu, með
því að leita sjálfur uppruna síns og
blanda saman fagurbókmenntalegri nálgun og
alþýðuvísindum. Við fáum að
lesa um bernskuminningar höfundarins við villt
víðitré meðfram kyrrlátri á.
Hér, í skánsku náttúrunni,
sameinast feðgarnir í rólegri stund.
Upplestur
ársins:
2. kafli Við ána bls. 15-21
4. kafli Að horfa í augu áls bls. 37-42