Ef þú hittir björn - Malin Kivelä og Martin Glaz Serup

 

 

"Fullorðna fólkið segir að náttúran sé svo falleg. Að það sé svo yndislegt að fara í göngutúr í ferska loftinu. Fullorðna fólkið segir að birnir séu jafn hræddir við þig og þú ert við þá. En er það satt?"


Ef þú hittir björn er frábært dæmi um norrænt myndabókarsamstarf. Daninn Martin Glaz Serup og finnsk-sænska Malin Kivelä sömdu textann og finnsk-sænska Lind a Bondestam gerði myndskreytingarnar. Með stórum skammti af hlýjum húmor spyr myndabókin spurningarinnar hvað eigi að gera ef maður hittir björn. Í sögunni fylgjumst við með fígúru í skógarferð en aðalpersónan er í raun og veru björninn. Kynni mannkyns og björns er lýst í gamni og alvöru og sagan heldur jafnvægi á milli staðreynda og skemmtunar. Það þýðir ekkert að hlaupa því björninn er fljótari en þú. Ekki öskra, en ekki hika við að spjalla um veðrið við björninn eða segja brandara. Svo ert þú líklega betri að teikna en björninn. Bókin er tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022.

Kura gryning bok