Þegar Emil hélt stóru veisluna og veiddi Ráðskuna í úlfagryfju

 

Í ár eru 60 ár liðin frá því að fyrsta bókin um Emil í Kattholti kom út. Bækurnar hafa skemmt okkur og hlotið mikið lof gegnum árin og heimurinn sem Astrid Lindgren skapaði í kringum Emil hefur orðið hluti af norræna menningararfinum. Mögulega má rekja vinsældir bókanna til þess að bæði fullorðnir og börn geta tengt við Emil og hinar persónurnar sem búa í Kattholti?

"Maður ákveður ekki að gera skammarstrik, þau gerast bara. Og maður veit aldrei að það hafi verið skammarstrik fyrr en eftir á."

Því hvað á maður að gera þegar maður hefur sjálfur fullt af mat en aðrir ekki? Hvað hefðir þú gert? Emil er alla vega sannfærður um hvað er rétt að gera þegar hann fer að skipuleggja jólaboð með Ídu og Alfreð í eftirdragi. Það er varla hægt að gera athugasemd við siðferðislega áttavitann hans Emils, en að gera sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna er svo annað mál. Fyrir barn sem fær alltaf nýjar tilfinningar og hugmyndir er ekki auðvelt að huga að afleiðingunum. Sögupersónan Emil er hylling til hugarfars og frelsis barna, þó að við fáum einnig oft að lesa um reiðiskast föður Emils og hvernig hann eltir Emil inn í smíðaskemmuna.


Í þessu broti sýnir Emil alvöru jólaanda - til gleði hinna fátækra og örvæntingar foreldranna. Þú getur lesið allan kaflann eða brot úr honum, bls. 200-222.

emil is

Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi 


Ef þú ætlar bara að lesa brotið skalt þú fyrst lesa eftirfarandi samantekt:

Það er haust í Kattholti. Emil og fjölskyldan eru að undirbúa sig fyrir kaldan vetur. Faðir Emils er að sóla skó, móðirin situr við rokkinn og er að spinna hvítt smáband í sokka, og Lína og Týtuberja-Mæja eru að kemba ull (kembing er undirbúningur fyrir framleiðslu garns). Undir borði liggja Emil og Ída og eru að leika við köttinn. Allt í einu fer Emil að spangóla eins og úlfur undir borðinu, því hann er að reyna að telja Ídu trú um að kötturinn sé í raun og veru úlfur. Týtuberja-Mæja fer að segja þeim frá því þegar úlfar voru á svæðinu. Emil ákveður þá að búa til úlfagryfju til að veiða úlf. Hann og Alfreð fara að grafa holu og þegar gryfjan er tilbúin notar hann pylsu sem beitu.

Svo fer að snjóa í Kattholti og það styttist í jólin. Emil og fjölskyldan fara að undirbúa jólin. Þau elda alls konar jólamat og baka. Móðir Emils fer í fátækrahælið í sveitinni til að gefa mat. Í fátækrahælinu ræður Ráðskan, hún er gráðug og leiðinleg kona.

 

Hvað gerist eftir 114. blaðsíðu?

Ráðskan snýr aftur í fátækrahælið en þar er enginn. Þegar hún kemst að því að fátæklingarnir hafa farið til Kattholts hleypur hún af stað til að finna þá. Hún reynir að finna eitthvað að standa á til að sjá inn um gluggann. En það eina sem hún sér er pylsa. Til allrar óhamingju dettur Ráðskan í úlfagryfju Emils og áður en Emil og Alfreð samþykkja að hjálpa henni upp láta þau hana viðurkenna að hún hafa klárað allan matinn sem fólkið í fátækrahælinu átti að fá. Kannski verður hún ekki jafn gráðug eftir þetta?

Daginn eftir þurfa foreldrar Emils að keppast við að ná að halda jólaboð þar sem Emil er búinn að gefa allan jólamatinn sem þau höfðu eldað. Emil situr í smíðaskemmunni allan daginn. Móðir hans skrifar í dagbókina að Emil sé góður en að hann fái svo margar vitlausar hugmyndir.

 

Upplýsingar um leyfi:

Textinn verður aðgengilegur á heimasíðu Norrænu bókmenntavikunnar á tímabilinu 1.-19. nóvember 2023. Samkvæmt samningi við rétthafa er fullorðnum óheimilt að fara í búning sögupersóna Astrid Lindgren eða halda viðburði þar sem sögupersónur Astrid Lindgren koma fram. Þetta gildir um viðburði Morgunstund börn. Einnig er óheimilt að rukka fyrir þátttöku á lestrarstund. Börn sem vilja mega fara í búninga og kynna sér söguheim Astrid Lindgren. Ef æskilegt er að samtengja lestrarstundina við aðra starfsemi er það á ábyrgð viðkomandi stofnunar að gera það í samræmi við réttindi og leyfi. Ef eitthvað er óskýrt skulið þið hafa samband við okkur.

Error loading MacroEngine script (file: headerScript.cshtml)