Norræn náttúra

 

 

Norræn bókmenntavika 2022 býður þér á upplestrarhátíð með þemanu norræn náttúra.  Ást okkar á norrænni náttúru og afstaða okkar til hennar er eitthvað sem er um allt í  menningu okkar og skipar stóran sess í norrænum frásögnum og í okkar bókmenntahefð. Norræna náttúran sameinar okkur ekki bara, hún segir einnig eitthvað um fjölbreytileikann og verðmætin sem okkar myrka horn á jörðinni býr yfir. Vegna lokaðra landamæra að undanförnu höfum við ekki getað ferðast til suðrænna stranda og í staðinn höfum við þurft að grafa þar sem við stöndum. Allt frá eldfjöllum í vestri, jöklum í norðri, gulum repjuökrum í suðri til þúsunda stöðuvatna í austri. Tengsl náttúrunnar og manna eru aðaláherslan í upplestrarbókum ársins.