Þema ársins - NORRÆN HÁTÍÐ

 

Í ár höldum við Norræna bókmenntaviku fyrir börn, unglinga og fullorðna til að fagna norrænum bókmenntum. Þemað "Norræn hátíð" er kjarninn í valinu á upplestrarbókunum og öðrum atburðum. Vegna 100 ára afmælis norrænu félaganna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð viljum við leggja áherslu á skandínavískar bókmenntir í norrænu bókmenntavikunni. Í ár höfum við því valið upplestrarbækur frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

 

Fjölbreytileiki hátíða

 

Hátíðir og veislur eru félagslegar samkomur sem brjóta upp gráan hversdagsleikann. Þessar samkomur geta verið hátíðlegar eða fjörugar, viðburðaríkar eða viðburðalausar, opinberar eða lokaðar. Hátíðir geta verið haldnar til að fagna ákveðinni persónu (t.d. afmæli) eða samfélagi (t.d. bæjarhátíð). Hátíðin getur notað ákveðið þema til að skapa öflugan liðsanda og tengsl milli atburða hátíðarinnar. Táknrænir hlutir eins og jólatré og brenna, veislumatur og drykkir, söngur og ræður, dans og tónlist, hátíðasalur, skrúðgöngur og flugeldar, spariföt og hátíðasetmning eru undirstöðuatriði hátíða.


Mismunandi tegundir hátíða eru t.d.:

 

Plakat glass

 - árstímabundnar hátíðir (t.d. áramót og miðsumar)
 - hátíðir tileinkaðar mismunandi lífsskeiðum (t.d. afmæli, brúðkaup, skírn og ferming)
 - félagslegar hátíðir (t.d. árshátíðir vinnustaða og skólaböll)
 - sögulegar hátíðir og þjóðhátíðir (t.d. þjóðhátíðardagar og tyllidagar)
 - trúarlegar hátíðir (t.d. páskar og lok föstumánaðarins Ramadan)

 

 

 

Hátíðir og veislur eru mikilvægir atburðir sem koma á skipulagi í lífinu og hressa upp á það með því að endurtaka sig með jöfnu millibili eða til að marka tímamót í lífi manna. Þess vegna eru hátíðir líka mikilvægar og algengt umfjöllunarefni í bókmenntum. Vilja ekki allir lesa lifandi frásögn af dýrðlegri veislu eða skrautlegri og spennandi hátíð?

 

Hátíðir í upplestrarbókum ársins

 

Upplestrarbækur ársins endurspegla þemað "Norræn hátíð" og orðlistin í þeim býður hlustendum til hátíða í bókmenntaheiminum. Í Pippi firar födelsedag er okkur boðið í afmæli í Sjónarhól (Villa Villekulla) en þar situr bæði hestur og api við borðið. Í Sofies Värld höldum við upp á 15 ára afmæli Sofie í heimspekilegri garðveislu þar sem boðið er upp á kaffi, ræður og örlítinn súrrealisma. Í Babettes Gästabud setjumst við loks til borðs til þess að gæða okkur á frönskum veislumat og njóta stundarinnar.


Tilgangur þemans "Norræn hátíð" er að leggja áherslu á samheldni og félagsskap. Von okkar er að upplestrarbækurnar muni hvetja bæði þátttakendur og skipuleggjendur til að fagna 100 árum norrænu félaganna.

 

Fest i Norden 100