Norræn jól


Orðið "jól" vekur eftirvæntingu hjá flestum. Hlýja, stemning og samvera. Einmannaleiki, sorg og útilokun. Jólasveinar, jólamatur og jólagjafir. Uppruni orðsins "jól" er norrænn og kemur frá hinni stóru norrænu miðsvetrarhátíð sem haldin var til að fagna vetrarsólstöðum. Samkvæmt gamalli þjóðtrú lifnuðu álfar við á aðfangadagskvöldi en samkvæmt kristinni trú tengjast jólin fæðingu Jesú. Gæti það verið dulúðin og eftirvænting sem gera jólin að svo spennandi þema í bókmenntum? Því sama hvort við höldum upp á jólin eða ekki er tilveran aðeins öðruvísi þegar við nálgumst desember í dagatalinu.

Error loading MacroEngine script (file: headerScript.cshtml)