Bækur ársins

 

Norræn náttúra í upplestrarbókum ársins

Myndabókin Ef þú hittir björn er samstarfsverkefni finnsk-sænsku Malin Kivelä og Linda Bondestam við Danann Martin Glaz Serup. Bókin er tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022. Sagan byggir á spurningunni sem kemur fram í titlinum um hvað eigi að gera ef maður hittir björn, bæði á uppeldisfræðilegan, en einkum á paródískan hátt. Í bókinni er fjallað um náttúruna sem friðsælan stað sem borgarbúar geta farið á með sveppakörfuna meðferðis, en jafnframt reynir bókin að svara spurningunni hversu villt náttúran megi eiginlega verða.

Í ár fá fullorðnir lesendur að njóta bókarinnar Álabókin: sagan um heimsins furðulegasta fisk eftir sænska höfundinn Patrik Svensson. Álabókin er bók sem fjallar um hvernig állinn sameinar feðga og líkindin á milli leyndardóms álsins og mannkynsins. Um er að ræða sögu sem fjallar um uppruna, örlög, lifnaðarhætti og hinn óumflýjanlega og illviðráðanlega dauða.